Bessastaðakirkja er kirkja á Álftanesi og stendur nokkra tugi metra frá forsetasetrinu á Bessastöðum. Bygging núverandi kirkju hófst 1773 en hún var fullbyggð 1823. Þá lauk turnsmíðinni og hafði kirkjan þá verið hálfa öld í byggingu. Hún var þó vígð árið 1796. Kirkjan var reist úr grjóti sem tekið var úr Gálgahrauni.
Kirkja hefur staðið á Bessastöðum frá því um árið 1200 svo víst sé, en jafnvel allt frá kristnitöku um árið 1000. Steinkirkjan sem nú stendur var byggð utan um eldri timburkirkju sem síðan var rifin.
Heimild: Sjá hérMynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Bessastaðakirkja er áhugaverður staður á Íslandi sem vert er að heimsækja.
Eigandi: Siggimus
Eigandi: Sunna Wium - Flickr
Eigandi: Anton Stefánsson - Síða
Eigandi: Jóhanna Kristín Hauksdóttir - Flickr
Bessastaðakirkja er hluti af fjölbreyttri náttúru, menningu og afþreyingu Íslands.
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com