Hvammskirkja er timburhús, 7,67 m að lengd og 5,66 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með krossreistu þaki. Kirkjuveggir eru klæddir listaþili en þök bárujárni. Hún stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökklinum og er stöguð niður á hornum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar og einn heldur minni á framstafni. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Hljómop með hlera fyrir er á framhlið turns. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð.
Inn af dyrum er gangur og aftursættir þverbekkir hvorum megin hans en veggbekkir umhverfis í kór. Yfir fremsta stafgólfi framkirkju er afþiljað loft og stigi við framgafl norðan megin. Veggir eru klæddir strikuðum panelborðum og efst á þeim er ávöl sylla. Yfir innri hluta framkirkju og kór er panelklædd oddbogahvelfing. Byggingarár: 1892.
Heimild: Sjá hér
Mynd: A.More.S