Bústaðakirkja er kirkja sem stendur við Bústaðaveg í Reykjavík. Kirkjan þjónar Fossvogshverfi, Bústaðahverfi, Smáíbúðahverfi og Blesugróf í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Byggingin var hönnuð afHelga Hjálmarssyni og er með glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð í gluggum. Fyrsta skóflustunga að kirkjunni var tekin af sóknarpresti Bústaðasóknar, Ólafi Skúlasyni, 7. maí 1966. Kirkjan var vígð 28. nóvember 1971. Ólafur var áfram sóknarprestur þar til hann var kjörinn biskup 1989 en þá tókPálmi Matthíasson við.
Upphaflega var útibú Borgarbókasafns, Bústaðasafn, í kjallara kirkjunnar en sumarið 2001 flutti það í Kringluna og heitir nú Kringlusafn.