Kópasker

Ósk
Séð

Norðausturland

121 Manns

Sjá á korti

1646 skoðað

Þorpið sækir nafn sitt til skers er fyrrum gekk út í sjóinn og núverandi hafnargarður stendur á.. Norðan við það heitir Langasker og Kolla vestast á því. Víkurnar sitt hvoru megin heita Syðri- og Ytri- Krókur. Fyrsta íbúðarhúsið á Kópaskeri, Bakka, reisti Árni Ingimundarson frá Brekku árið 1912. Húsið brann um áramótin 1988-1989, en þar má sjá minningarskjöld um húsið. Bakkafjölskyldan var stór og setti svip sinn á þorpið. Þótt húsrýmið væri ekki mikið var hjartarými og gestrisni húsráðendanna þeim um meiri og alltaf hægt að veita gestum beina og húsaskjól.

Kópasker (Kópaskersvogur) var löggiltur verslunarstaður 1879. Kaupfélag Norður-Þingeyinga (KNÞ) var stofnað 1894 og hóf uppbyggingu fyrir starfsemi sína á staðnum. Fyrsta verslunarhúsið var byggt 1908 en brann 1943. Nýtt verslunarhús var byggt 1944-45 og þar var auk verslunarinnar, skrifstofuaðstaða félagsins.  Í viðbyggingu við verslunarhúsið rak kaupfélagið hótel til margar ára en eftir að Kaupfélagið hætti starfsemi 1989 var hótelið rekið af einstaklingum um nokkurra ára skeið. Kaupfélagshúsið er myndarleg bygging og fallega hönnuð. Þar er nú stjórnsýsluhús svæðisins, bankaþjónusta og pósthús. Á engan er  hallað þótt hér sé sérstakleg getið tveggja kaupfélagsstjóra, þeirra Björns Kristjánssonar og Þórhalls sonar hans sem stýrðu félaginu í hálfa öld eða frá árinu 1916 – 1966. Völd þeirra og áhrif voru mikil og báðir lögðu metnað í vöxt og viðgang héraðsins. Björn og kona hans, Rannveig Gunnarsdóttir, byggðu húsið Útskála – stórt og vandað íbúðarhús, sem allir þekktu. Þar var síðar afgreiðsla Pósts&Síma en húsinu hefur nú verið breytt í smærri íbúðir. Þórhallur og kona hans Margrét Friðriksdóttir, byggðu Sandhóla – myndarlegt íbúðarhús, sem fram eftir síðustu öld var bæði mannmargt og fjölsótt kaupfélagsstjóraheimili.

Kaupfélag Norður-Þingeyinga var stöndugt félag með traustan rekstur fram eftir allri 20. öldinni. Áhrifa þess gætti víða og segja má að það, sem önnur kaupfélög, hafi að hluta til tekið á sig skyldur sveitarfélagsins – stóð að menningarviðburðum – studdi verkefni sem til framfara máttu teljast og annaðist margt það sem enginn sá sér hag í en byggðarlaginu var nauðsyn á. Auk verslunar var á vegum þess rekið sláturhús, frystihús - þar sem almenningur átti kost á frystihólfum fyrir matvæli sín, sláturgerð, olíuverslun, vélaverkstæði, trésmíðaverkstæði, flutningaþjónusta, skipaafgreiðsla, flugafgreiðsla og þá átti félagið skurðgröfu og snjóbíl svo eitthvað sé nefnt. Starfsvæði KNÞ náði austur að hreppamörkum Presthólahrepps og Svalbarðshrepps og hafði útibú á Raufarhöfn. Síðar var stofnað sjálfstætt kaupfélag á Raufarhöfn. Þá rak KNÞ um tíma birgðastöðvar í Kelduhverfi og á Hólsfjöllum.

Nú er á staðnum ágætt bifreiðaverkstæði, Röndin, vöruafgreiðsla flutningabíla, starfsstöð RARIK, ýmiss verktakastarfsemi og önnur þjónusta.

Ágæt dagvöruverslun – Búðin er í viðbygginu gamla kaupfélagshússins og býður upp á flestar þær vörur sem heimilin þarfnast dags daglega.

Heimild: www.nordurthing.is

Kópasker
Fimmtudagur
1:00
-1.7°c
6.3 NE
Fimmtudagur
2:00
-1.9°c
6.7 NE
Fimmtudagur
3:00
-1.9°c
6.7 NE
Fimmtudagur
4:00
-1.8°c
6.9 NE
Fimmtudagur
5:00
-1.6°c
7.1 NE
Fimmtudagur
6:00
-1.4°c
7.6 NE
Fimmtudagur
7:00
-1.1°c
7.8 NE
Fimmtudagur
8:00
-0.8°c
7.8 NE
Fimmtudagur
9:00
-0.6°c
7.9 N
Fimmtudagur
10:00
-0.3°c
8.2 N
Fimmtudagur
11:00
-0.3°c
8.3 N
Fimmtudagur
12:00
-0.3°c
8.3 N
Fimmtudagur
13:00
-0.3°c
8.3 N
Fimmtudagur
14:00
-0.3°c
8.8 N
Fimmtudagur
15:00
-0.1°c
9.1 N
Fimmtudagur
16:00
-0.2°c
8.9 N
Fimmtudagur
17:00
-0.1°c
8.4 N
Fimmtudagur
18:00
0.2°c
8.3 N
Fimmtudagur
19:00
0.2°c
8.3 N
Fimmtudagur
20:00
0.2°c
8.1 N
Fimmtudagur
21:00
0.3°c
8.1 N
Fimmtudagur
22:00
0.2°c
8.2 N
Fimmtudagur
23:00
0.2°c
8.5 N
Föstudagur
0:00
0°c
9.5 NW
Föstudagur
1:00
-0.1°c
9.9 NW
Föstudagur
2:00
-0.5°c
10.1 NW
Föstudagur
3:00
-1°c
9.9 NW
Föstudagur
4:00
-1.4°c
10.2 NW
Föstudagur
5:00
-1.7°c
10.0 N
Föstudagur
6:00
-1.9°c
9.7 N
Föstudagur
7:00
-2.2°c
9.3 N
Föstudagur
8:00
-2.5°c
8.6 NW
Föstudagur
9:00
-2.7°c
8.2 NW
Föstudagur
10:00
-2.8°c
7.9 NW
Föstudagur
11:00
-2.9°c
7.3 NW
Föstudagur
12:00
-3°c
7.0 NW
Föstudagur
13:00
-3.1°c
6.9 NW
Föstudagur
14:00
-3°c
7.0 NW
Föstudagur
15:00
-2.9°c
6.9 NW
Föstudagur
16:00
-2.9°c
6.9 NW
Föstudagur
17:00
-2.7°c
7.1 NW
Föstudagur
18:00
-2.3°c
7.3 NW
Föstudagur
19:00
-2.4°c
7.9 NW
Föstudagur
20:00
-2.1°c
7.4 NW
Föstudagur
21:00
-2.1°c
8.2 NW
Föstudagur
22:00
-2.1°c
8.6 NW
Föstudagur
23:00
-2.2°c
9.5 NW
Laugardagur
0:00
-2.5°c
10.4 NW
Laugardagur
1:00
-2.8°c
11.3 NW
Laugardagur
2:00
-3.4°c
11.9 NW
Laugardagur
3:00
-3.1°c
11.8 NW
Laugardagur
4:00
-2.5°c
11.9 NW
Laugardagur
5:00
-2.6°c
13.1 NW
Laugardagur
6:00
-2.6°c
13.8 NW
Laugardagur
7:00
-2.6°c
14.3 NW
Laugardagur
8:00
-2.7°c
13.8 NW
Laugardagur
9:00
-2.9°c
12.9 NW
Laugardagur
10:00
-3°c
11.7 NW
Laugardagur
11:00
-3.1°c
10.0 NW
Laugardagur
12:00
-3.2°c
8.9 NW
Laugardagur
18:00
-1.9°c
4.9 NW
Sunnudagur
0:00
-5.6°c
4.8 S
Sunnudagur
6:00
-5.2°c
4.9 S
Sunnudagur
12:00
-0.8°c
6.5 S
Sunnudagur
18:00
2.5°c
8.2 S
Mánudagur
0:00
5.7°c
10.0 S
Mánudagur
6:00
8.4°c
11.5 S
Mánudagur
12:00
9.2°c
8.6 S
Mánudagur
18:00
3.1°c
1.7 NW
Þriðjudagur
0:00
5.4°c
10.1 S
Þriðjudagur
6:00
3.7°c
10.4 W
Þriðjudagur
12:00
2.5°c
8.3 SW
Þriðjudagur
18:00
1°c
6.6 S
Miðvikudagur
0:00
1.1°c
7.6 S
Miðvikudagur
6:00
-0.9°c
7.3 S
Miðvikudagur
12:00
-0.4°c
10.4 W
Miðvikudagur
18:00
-1.6°c
6.2 W
Fimmtudagur
0:00
-5.1°c
7.1 N
Fimmtudagur
6:00
-6.5°c
6.3 NW
Fimmtudagur
12:00
-7.3°c
4.3 N
Fimmtudagur
18:00
-7.8°c
2.0 E
Föstudagur
0:00
-6.4°c
7.8 E
Föstudagur
6:00
-4.6°c
10.2 E
Föstudagur
12:00
-2.9°c
8.4 E
Föstudagur
18:00
-2.1°c
4.0 E
Laugardagur
0:00
-0.6°c
7.2 NE
Laugardagur
6:00
-0.1°c
10.5 NE


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur