Staupasteinn er bikarlaga steinn við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð skammt frá Hvammsvík. Þar var áður fyrr vinsæll áningarstaður ferðamanna sökum fagurs útsýnis yfir Hvalfjörðinn. Steinninn sem friðlýstur var 1974, er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestasteinn, Steðji, Karlinn í Skeiðhóli og Skeiðhólssteinn. Steinninn er ofan við Skeiðhól, og sést ekki frá núverandi vegi um Hvalfjörð.
Sjá heimild