Tilkomumikill og fallegur foss bæði að sumri sem vetri og án nokkurs vafa eitt mesta ísklifurafrek þess tíma þegar hann
var frumfarinn veturinn 1983 af ungum og vöskum Dalvíkingum með nánast enga klifurreynslu að baki. Ef Mígandi er
frosinn má ætla að flestar leiðir í Múlanum séu í aðstæðum, því hann er þeirra vatnsmestur. Gott er að skipta honum í
tvær spannir og gæta ber að því að síðustu 15m eru jafnan upp brattann og þunnnan íshólk með miklu rennsli innaní.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Jón Ingi