Golfvöllur Kiðjabergs er sérlega skemmtilegur 18 holu golfvöllur sem er staðsettur í friðsæld íslenskrar náttúru. Til þess að golfarar geti skipulagt hringinn á golfvellinum vandlega og lagt grunninn að góðum árangri höfum við sett upp skilmerkilegar upplýsingar um brautir vallarins. Þar er m.a. að finna myndir sem sýna mismunandi afstöðu til flatarinnar út frá staðsetningu á brautinni. Svörtu hornklofarnir eru settir á brautina til að hægt sé að sjá afstöðuna út frá staðsetningu með því að fara með bendil músarinnar þar yfir. Með þessum hætti er enn auðveldara að skipuleggja leikinn fyrirfram og ákveða hvernig þú ætlar að ná sem bestum árangri. Einnig getur þú skoðað brautirnar á myndbandi hér þar sem flogið er á þyrlu yfir völlinn.
Staðseting Golfvöllur Golfklúbbs Kiðjabergs er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Suðurlandsveg í átt að Selfossi og þaðan sem leið liggur um Biskupstungnarbraut ekið er framhjá Kerinu og beygt til hægri veg 353 áður en komið er að Borg í Grímsnesi. Ekið er framhjá Hraunborgum Þaðan er steinsnar að golfvellinum sem liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í Íslenskri náttúru eins og hún gerist best.
Við Hestvatn er tjald- og hjólhýsasvæði Þar er einnig hreinlætisaðstaða og rennandi vatn.
Veiðileyfi í Hvíta fyrri landi Kiðjabergs er hægt að kaupa í Golfskálanum Ekki er innheimt gjald fyrir veiði í Hestvatni.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Golfklúbburinn Kiðjaberg