Hellirinn er staðsettur í „eyjunni“ Sandey, úti á söndunum við Djúpavog. Einungis er hægt að komast inn í hellinn þegar fjara er, þar sem sjór fyllir hann á flóði.
Hellirinn er ágætlega stór og það er mikil upplifun að heimsækja hann, sérstaklega í kvöldsólinni þegar ljósið skín í sjóinn og endurkastast inn í hellinn og skapar sérstaka stemningu.
Lítið klifur er ofan í hellinn, en flestir ættu að geta komist niður með aðstoð. Klappirnar í kringum hellinn geta þó verið hálar og því mikilvægt að fara varlega. Skilti á eyjunni vísar leiðina að hellinum.
Hellirinn er lítt þekktur.
Eigandi: Anton Stefánsson
Hentar vönum hellaskoðendum.
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com