Jarðböðin við Mývatn

Norðurland

Sjá á korti

1739 skoðað

Jarðböðin við Mývatn voru opnuð 30.júní 2004. Jarðböðin eru opin allt árið, við tökum vel á móti öllum sem vilja slaka á í heitu lóninu, baða sig í náttúrulegri gufunni og njóta einstakrar náttúrufegurðar sveitarinnar.

Mývetningar hafa notið þess að stunda heit jarðböð sér til heilsubótar allt frá landnámsöld enda eru náttúrugæði sveitarinnar einstök. Hiti er í jörð, heitar uppsprettur eru í gjám og hvergi annars staðar á Íslandi stígur hrein vatnsgufa, laus við brennistein og aðra mengun, upp úr jörðinni. Margar fornminjar og sagnir eru til um skýli til gufubaða sem hafa verið reist í Jarðbaðshólum og nágrenni. Árið 1940 var byggt yfir gufuholu, sem Guðmundur biskup góði vígði snemma á þrettándu öld og notuð hefur verið öldum saman til gufubaða (þurrabaða).

Um 1950 var byggt baðhús í Jarðbaðshólum sem var í notkun fram undir 1970. Árið 1996 ákváðu Pétur Snæbjörnsson og Jóhann Friðrik Kristjánsson að að endurvekja þessi böð, koma upp gufubaði með gamla laginu og varðveita þannig menningu og sögu Mývatnssveitar. Gufubaðskofa var komið fyrir sunnan Jarðbaðshóla í lok ágúst það ár. Gufubaðið varð strax vinsælt sem heilsubótarbað og samkomustaður og hugmyndin um fullkomna baðaðstöðu sem mundi gjörbylta ferðaþjónustu í Mývatnssveit hélt áfram að þróast. Árið 1998 var stofnað hlutafélag, Baðfélag Mývatnssveitar ehf., hugmyndinni var hrint í framkvæmd og þann 30. júní 2004 voru gestir boðnir velkomnir í nýja og glæsilega baðaðstöðu í Mývatnssveit “Jarðböðin við Mývatn”.

 

Heimild: Sjá hér
Mynd: A.More.S

FÖS
5/29/2020
13°C / 55°F
S 10
LAU
5/30/2020
9°C / 48°F
SV 9
SUN
5/31/2020
8°C / 46°F
VSV 9
MÁN
6/1/2020
9°C / 48°F
SV 5
ÞRI
6/2/2020
12°C / 54°F
V 3
MIÐ
6/3/2020
8°C / 46°F
VNV 4
FIM
6/4/2020
1°C / 34°F
NNV 7
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Mývatn
Vegalengd Frá Reykjavík
© Anton Stefánsson | S:892-3129 | antonstefans@gmail.com