Rafting á Austari Jökulsá

Ósk
Séð

Norðurland

Sjá á korti

538 skoðað

Rafting á Austari Jökulsá í Skagafirði - Arctic Adventures

Erfiðleikastig árinnar er 4+ af 5 mögulegum - Full af fjöri og krefjandi.

Von er á ótrúlegu adrenalín ævintýri í fræknu adrenalín pökkuðu rafting ferðinni okkar á Jökulsá Austari fyrir norðan í Skagafirði. Áin sem er á erfiðleikastigi 4+ af 5 ryður leið sína í gegnum Austurdal sem er þekkt fyrir að vera sérstaklega fallegt og þröngt, siglingin hefur ítrekað verið valin sem eitt það besta sem hægt er að gera á Íslandi, og þá alls ekki af ástæðulausu. Jökulsá Austari gefur einfaldlega af sér bestu reynslu sem hægt er að fá í rafting á Íslandi og þykir ein af bestu siglanlegum á í allri Evrópu!

En athugið að þetta er ekki ferð fyrir fólk með lítið hjarta. Jökulsá Austari tekur á móti þér með kraftmiklum drunum og ógnvekjandi gargi. Það eina sem kemur til með að blússa hærra en öldurnar í ánni er adrenalínið í blóðinu þegar við dúndrum á flúðir Jökulsár Austari. Ýkjulaust, átt þú eftir að öskra úr þér lungun í "Screaming lady", vera orðlaus í "Lost", biðja um miskun í "Græna herberginu" og stíga inn í óttann í 8 metra há kletta stökki í ána (ekki skylda og fer eftir aðstæðum í ánni). Við náum okkur svo niður úr adrenalín vímunni með því að fljóta og synda niður með ljúfum straumum ármóta Jökulsár Austari og Vestari þar til við erum komin í grennd við höfuðstöðvar okkar á

Hafgrímsstöðum.

Eins og sést er það ekki eins og að drekka vatn að bjóða Jökulsá Austari birginn, en þið vinnið ykkur inn montrétt að ógleymdri óendanlegri skemmtuninni sem kemur til með að dvelja í huga ykkar að eilífu!

Staðfestar brottfarir fyrir minnst 4 þátttakendur á hverjum degi frá 1. maí til 15.sept. Ef þið eruð færri en 4 vinsamlegast hafið samband við info@adventures.is eða í síma 562-7000 fyrir bókanir.

Frá Hafgrímsstöðum í Skagafirði: sunnudaga- föstudaga kl. 13:00. Laugardaga kl. 9:00 og 15:00. Athugið: eftir 20.ágúst er ekki hægt að fara í seinni brottför kl 15 á laugardögum vegna birtu, þar sem það ógnar öryggi í ferðinni.

Frá Varmahlíð í Skagafirði: hálftíma fyrir brottfarartíma frá Hafgrímsstöðum.
Ath, það þarf að panta keyrslu frá Varmahlíð með fyrirvara.
Frá Akureyri: Boðið er upp á ferðir frá Akureyri Backpackers miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga kl 11:30 og á laugardögum kl 07:30. Ferðin tekur 10-11 tíma.

Frá Skagafirði (Hafgrímsstöðum eða Varmahlíð): 19.990 kr á mann.

Frá Akureyri (Akureyri Backpackers): 24.990 kr á mann. (Innifalið flúðasigling og keyrsla til og frá Akureyri Backpackers).

Vegalengd frá Reykjavík: 294 km, 3,5 klst í keyrslu.

Tími ferðar: 6-7 klst (3-4klst á ánni).
Þátttaka: minnst 4 þátttakendur frá 1. maí til 15.sept. Hámark: 50 manns.
Aldurstakmark: 18 ára.

Takið með ykkur:
* mjög hlý föt til að vera í innan undir raft gallanum, reiknaðu með að öll fötin þín innan undir geta blotnað í gegn.
* Verið bara í ull, flís eða gerviefni, ENGAN BÓMULL!
* föðurland og hlýjan bol næst líkamanum.
* hlýja ullar eða flíspeysu.
* hlýjar buxur.
* Þykka hlýja ullarsokka.
* handklæði og sundföt.

Fyrirvari: Allar flúðasiglingarnar eru farnar á ábyrgð þátttakenda í hana. Arctic Adventures ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð vegna slysa sem rekja mega til gáleysis eða grandaleysis þátttakenda eða ekki er hægt að rekja með beinum hætti til stórkostlegs gáleysis eða ásetnings starfsmanna fyrirtækisins. Þátttakendum kann að vera gert að skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu þess efnis, neitun á slíkri undirskrift fyrirgerir þátttakanda rétt til ferðar. Þrátt fyrir að ekki sé sérstaklega undirrituð slík yfirlýsing gildir fyrirvari þessi vegna allra ferða sem bókaðar eru hjá Arctic Adventures. Með kaupum og/eða þátttöku í ferðum á vegum fyrirtækisins hafa þátttakendur staðfest að þeir gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fylgir slíkum ferðum og að þeir eru á eigin ábyrgð.

Sjá nánar á http://www.adventures.is/

Rafting á Austari Jökulsá
Föstudagur
17:00
2.4°c
4.6 S
Föstudagur
18:00
2.3°c
4.5 SE
Föstudagur
19:00
2.2°c
5.4 SE
Föstudagur
20:00
2.4°c
5.2 SE
Föstudagur
21:00
2.6°c
5.0 SE
Föstudagur
22:00
2.9°c
5.0 SE
Föstudagur
23:00
3.4°c
5.1 SE
Laugardagur
0:00
3.8°c
5.3 SE
Laugardagur
1:00
3.6°c
6.1 SE
Laugardagur
2:00
3.9°c
6.1 SE
Laugardagur
3:00
4.4°c
5.9 SE
Laugardagur
4:00
4.8°c
5.8 SE
Laugardagur
5:00
5.1°c
5.5 SE
Laugardagur
6:00
5.3°c
5.4 SE
Laugardagur
7:00
5.8°c
5.1 SE
Laugardagur
8:00
6.1°c
5.0 SE
Laugardagur
9:00
6.4°c
5.2 SE
Laugardagur
10:00
6.8°c
4.9 SE
Laugardagur
11:00
7.4°c
5.2 S
Laugardagur
12:00
7.3°c
5.3 S
Laugardagur
13:00
7.5°c
5.6 SE
Laugardagur
14:00
7.9°c
6.1 SE
Laugardagur
15:00
8.1°c
6.6 S
Laugardagur
16:00
8.1°c
6.3 S
Laugardagur
17:00
8.3°c
6.6 S
Laugardagur
18:00
8.3°c
7.5 S
Laugardagur
19:00
8.1°c
8.5 SE
Laugardagur
20:00
7.9°c
8.5 SE
Laugardagur
21:00
7.7°c
7.5 S
Laugardagur
22:00
7.8°c
8.0 S
Laugardagur
23:00
7.9°c
8.1 S
Sunnudagur
0:00
7.8°c
8.0 S
Sunnudagur
1:00
7.6°c
8.5 S
Sunnudagur
2:00
7.4°c
9.1 S
Sunnudagur
3:00
7°c
6.5 SW
Sunnudagur
4:00
4.2°c
6.4 SW
Sunnudagur
5:00
3.1°c
7.1 SW
Sunnudagur
6:00
2.3°c
6.7 S
Sunnudagur
7:00
2.7°c
7.0 SW
Sunnudagur
8:00
2.7°c
6.8 SW
Sunnudagur
9:00
2.9°c
7.4 SW
Sunnudagur
10:00
3.4°c
8.4 SW
Sunnudagur
11:00
3.9°c
8.1 SW
Sunnudagur
12:00
4.6°c
7.8 SW
Sunnudagur
13:00
5°c
7.6 SW
Sunnudagur
14:00
5.2°c
6.8 SW
Sunnudagur
15:00
5.3°c
5.8 SW
Sunnudagur
16:00
5.3°c
4.7 SW
Sunnudagur
17:00
5.1°c
3.7 SW
Sunnudagur
18:00
4.4°c
3.1 SW
Sunnudagur
19:00
4.3°c
2.7 SW
Sunnudagur
20:00
3.4°c
2.6 SW
Sunnudagur
21:00
1.8°c
3.2 S
Sunnudagur
22:00
1.5°c
2.6 S
Sunnudagur
23:00
1°c
3.1 S
Mánudagur
0:00
0.6°c
3.1 SE
Mánudagur
1:00
0.3°c
3.1 SE
Mánudagur
2:00
-0.2°c
3.0 SE
Mánudagur
3:00
-1.1°c
3.0 SE
Mánudagur
4:00
-1.6°c
2.8 SE
Mánudagur
5:00
-1.6°c
2.8 SE
Mánudagur
6:00
-1.4°c
2.7 SE
Mánudagur
12:00
6°c
1.8 SE
Mánudagur
18:00
6.2°c
1.6 SE
Þriðjudagur
0:00
0.5°c
2.0 SE
Þriðjudagur
6:00
-0.7°c
1.6 SE
Þriðjudagur
12:00
6.5°c
0.7 NW
Þriðjudagur
18:00
6.2°c
0.7 N
Miðvikudagur
0:00
4.6°c
0.6 SE
Miðvikudagur
6:00
0°c
1.4 SE
Miðvikudagur
12:00
6.8°c
0.4 W
Miðvikudagur
18:00
5.7°c
1.2 S
Fimmtudagur
0:00
-2.3°c
1.8 SE
Fimmtudagur
6:00
-5°c
1.5 SE
Fimmtudagur
12:00
4°c
1.3 N
Fimmtudagur
18:00
1.4°c
2.4 NW
Föstudagur
0:00
-2.8°c
1.5 NW
Föstudagur
6:00
-3.4°c
2.2 NW
Föstudagur
12:00
-1.9°c
3.7 NW
Föstudagur
18:00
-1.6°c
3.6 N
Laugardagur
0:00
-2.2°c
2.6 NW
Laugardagur
6:00
-1.8°c
2.0 NW
Laugardagur
12:00
-0.1°c
2.7 N
Laugardagur
18:00
1°c
2.5 NW
Sunnudagur
0:00
-1.5°c
0.7 NW
Sunnudagur
6:00
-4.9°c
1.7 SE
Sunnudagur
12:00
3°c
2.4 SE
Sunnudagur
18:00
4.3°c
1.8 SE


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur