Raufarhólshellir

Ósk
Séð

Suðvesturland

Sjá á korti

2233 skoðað

Raufarhólshellir er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er niður í áttina til Þorlákshafnar. Hann er ekki vel sýnilegur frá veginum þótt hann sé aðeins steinsnar frá honum austanverðum.

Raufarhólshellir er u.þ.b. 1360 m langur og liggur að hluta undir Þrengslaveginum til norðvesturs. Hann er 10-30 m breiður og upp undir 10 m hár. Nokkur smá op eru fremst í hellinum og er farið ofan í það syðsta. Raufarhólshellir er fjórði lengsti hraunhellir landsins og sá lengsti utan Hallmundarhrauns í Borgarfirði.
Hellirinn er í Leitahrauni sem rann fyrir um 5200 árum en upptökustaður eldsumbrotanna voru rétt austan Bláfjalla í Leitum.

Aðgengi í hellinn er um op rétt austan við veginn og er þar hægt að leggja bifreiðum. Afleggjari að hellinum er merktur og við opið er auk þess upplýsingaskilti.

Heimild: Sjá hér

SUN
20-06-2021
9°C - 8 m/sek
NV 8
MÁN
21-06-2021
8°C - 10 m/sek
S 10
ÞRI
22-06-2021
9°C - 8 m/sek
VNV 8
MIÐ
23-06-2021
12°C - 1 m/sek
SV 1
FIM
24-06-2021
12°C - 3 m/sek
SV 3
FÖS
25-06-2021
11°C - 5 m/sek
S 5
LAU
26-06-2021
11°C - 6 m/sek
SV 6
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Selvogur


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur