Laugarvatn Fontana, heilsulind frá landnámi.
Á Laugarvatni hafa böð verið stunduð til heilsueflingar og upplifunar frá landnámi. Í volgu flæðarmáli vatnsins hafa Íslendingar baðað sig og notið náttúrunnar. Gamla gufan á Laugavatni er einnig löngu orðin þekkt fyrir sérstöðu sína þar sem fólk situr beint ofan á sjóðandi hvernum og nýtur hinnar náttúrulegu gufu og hita sem skríður upp í gegnum ristar á gólfinu í klefunum.
Opið alla daga allt árið.
Í sumar verður opið frá 10:00 til 23:00 á kvöldin.
Í vetur er opið frá 13:00 til 21:00 á virkum dögum en um helgar er opið frá 11:00 til 21:00.
Hlýjar móttökur hjá Laugarvatn Fontana.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Laugarvatn Fontana