Hrafnseyri var mikilvægt prófastssetur strax um siðaskipti. Núverandi kirkja á Hrafnseyri var vígð 28. febrúar 1886. Hún er byggð úr timbri, járnvarin.
Af gripum kirkjunnar má nefna tvö sett af gömlum ljósastikum, kaleik og patínu frá ofanverðri 17. öld og fornan þjónustukaleik. Tvær klukkur fornar eru í turni, skírnarfontur skorinn af Ríkarði Jónssyni myndskera og æskuverk eftir Kára Eiríksson listmálara vinstra megin í kór. Ljósahjálmur og vegglampar eru úr Dómkirkjunni í Reykjavík.
Heimild: Sjá hér
Mynd: A.More.S