Gamla kirkjan í Árnesi var vígð árið 1850 og er elsta bygging á Ströndum og með elstu timburkirkjum á landinu. Í kirkjunni er altaristafla eftir Carl Fries sem er máluð 1859. Kirkjan á gamlan ljósahjálm, fornt skírnarfat og kaleik frá 1786. Kirkjan var tekin til gagngerra lagfæringa á árunum 1990-92.
Heimild: Sjá hér
Mynd: A.More.S