.jpg) | |
Hnit: 65.608323°N, -18.192218°V |
Sorry english version does not exist, here is the icelandic.Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri.
Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri. Vinsæl gönguleið liggur upp á tindana og tekur gangan um 5-6 klukkustund fram og tilbaka. Ekið er upp Súluveg og gengið frá bílastæðinu sem er við lok þess vegar í Glerárdalnum. Nær Akureyri rís Ytri-súla en litlu sunnar er Syðri-súla sem er hærri, 1.213 metrar. Súlur eru að mestu gerðar úr ljósu líparíti sem á uppruna í Öxnadalseldstöðinni, sem var virk fyrir 8-9 milljónum ára.
Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á fjallið. Algengast er að ganga upp frá bílaplaninu sem komið er á ef Súluvegurinn er ekinn inn í botn.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Jóna Kristín